Námskeið þessi eru aðeins fyrir starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN)
Námskeið eru haldin á Húsavík, annars staðar á starfssvæði HSN eða í gegnum skype
Þjónandi leiðsögn – grunnnámskeið
Þjónandi leiðsögn byggir á grunnhugmyndum um gagnkvæm tengsl. Hugmyndafræðin er einstaklingsmiðuð nálgun þar sem samskipti á milli starfsfólks og notenda eru í forgrunni. Þungamiðjan snýr að því að tilgangur samskipta okkar er að með samveru verði til jákvæð upplifun sem mótast af kærleika, hlýrri nærveru og þeim gildum sem samfélagið byggir á.
Aðferðafræðin byggir á fjórum grunnstoðum sem eru;
- öryggi
- að upplifa umhyggju og kærleika
- að veita umhyggju og kærleika
- þátttaka.
Megináhersla er að ná fram gagnkvæmu breytingarferli sem leiðir til félagsskapar og þátttöku í samfélaginu.
Á námskeiðinu verður farið í hugmyndafræðina sjálfa, bakgrunn og aðferðir. Þátttakendur munu vinna verkefni bæði einstaklings- og hópverkefni. Lögð er áhersla á að efla þátttakendur í því að takast á við krefjandi og erfiðar aðstæður.
Í lok námskeiðs hafa þátttakendur fengið þjálfun í hugmyndafræði og aðferðum þjónandi leiðsagnar.
Leiðbeinendur: Ingunn Eir Eyjólfsdóttir, Brynja Vignisdóttir
Tími: Fimmtudagur 24. janúar frá kl. 10-14 SÍMEY Þórsstíg 4 á Akureyri.
Fimmtudagur 31. janúar frá kl. 9-13 Húsavík.
Að þjónusta fólk með heilabilun
Markmið námskeiðsins er að veita starfsfólki grunnþekkingu á algengustu heilabilunarsjúkdómum og einkennum þeirra með það að markmiði að auka lífsgæði fólks með heilabilunarsjúkdóma og aðstandendur þeirra.
Á námskeiðinu er farið stuttlega yfir grundvallaratriði varðandi heilabilun.
- Hvað er heilabilun, greining og meðferð
- Algengustu tegundur heilabilunarsjúkdóma
- Sálfélagslegar þarfir fólks með heilabilun
- Samskipti við fólk með heilabilun
- Þjónusta og samfélagsleg úrræði
Leiðbeinendur: Hulda Sveinsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Öldrunarheimilum Akureyrarbæjar og Björg Jónína Gunnarsdóttir deildarstjóri dagþjálfunar hjá ÖA.
Staður og tími:
- Blönduós 6. febrúar frá kl. 13-16
- Akureyri 7. febrúar frá kl. 13-16
- Húsavík 14. febrúar frá kl. 13-16
- Sauðárkrókur 20. febrúar frá kl. 13-16
- Fjallabyggð (Siglufjörður) 21. febrúar frá kl. 13-16
Starfslokanámskeið
Farið yfir atriði sem gott er að huga að þegar kemur að starfslokum:
- Andlegar og félagslegar hliðar þess að hætta að vinna
- Lífeyrissjóðsmál
- Líkamlegar breytingar – njótum þess að eldast
- Heilsuefling – líkamsrækt og hreyfing á alltaf við
- Almannatryggingar og lífeyrismál
Leiðbeinendur: Elín Díanna Gunnarsdóttir, Hannesína Scheving, Brynja Hjörleifsdóttir, Ágústa H. Gísladóttir o.fl.
Álag, streita og kulnun
Streita er einkenni dagslegs lífs, öll upplifum við streitu. Fólk er þó mismunandi vel í stakk búið til að mæta álagi. Sumir ná að halda ró sinni í mjög krefjandi aðstæðum á meðan aðrir fara yfir strikið. Það er líka einstaklingsbundið í hve langan tíma við þolum streitu. Fyrst þegar streituástand er orðið langvarandi og farið upp fyrir streituþol okkar fer það að hafa neikvæð áhrif á frammistöðu okkar og vellíðan.
Langvarandi álag getur leitt til kulnunar eða „burnout“. Orðið kulnun vísar til þess þegar slökkt hefur verið á kerti. Einstaklingar sem upplifa kulnun missa orkuna og áhugann, telja sig missa stjórn á hlutunum og finnst þeir ráða illa við aðstæður. Margt hefur áhrif og mikilvægt er að átta sig á því að kulnun er ekki einkamál þess sem verður fyrir því. Samstarfsmenn finna það, árangurinn minnkar og áhrifin geta fundist í starfsandanum. Mikilvægt er að þekkja hvað það er sem þarf að huga að.
Á námskeiðinu greina þátttakendur eigin streituviðbrögð og streituþol. Fyrsta skrefið við að ná tökum á streitu er að þekkja eigin streituviðbrögð og vita hversu mikið álag við þolum. Þeir sem eru ekki meðvitaðir um eigið tilfinningalegt ástand eru ekki líklegir til að geta stjórnað því. Síðan er farið í markvissar aðferðir til að stjórna og meðhöndla streitu og álagi.
Meðal þess sem tekið er fyrir á námskeiðinu:
- Mismunandi einkenni streitu og kulnunar
- Ástæður streitu og kulnunar
- Að koma í veg fyrir kulnun í starfi
- Tengsl hugsana og hegðunar
- Jákvæð forysta
Ávinningur:
- Innsýn í eigin streituviðbrögð.
- Aukin færni í að takast á við streitu og kulnun.
- Þekking á leiðum til að auka streituþol.
- Færni til að nýta streitu á uppbyggjandi hátt.
Kennsluaðferðir:
- Fyrirlestur
- Umræður
- Virk þátttaka
Leiðbeinandi: Eyþór Eðvarðsson – þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun ehf.
Staður og tími:
Blönduós: 13:00-16:00
Sauðárkrókur: 17:30 – 20:30
Akureyri: 18:00 – 21:00
Húsavík: 13:00-16:00
Tölvunámskeið – námskeiðsröð – skype.
Hvert námskeið er kennt í gegnum Skype og reiknað er með að það sé um klukkustundalangt. Námskeiðin verða öll á milli 14:00 og 15:00
- Office 365 og Delve: Hvað er Office 365 og hver er hugmyndafræðin bak við þessa skýjalausn? Delve getur hjálpað okkur að halda utan um og finna auðveldlega skjölin okkar í skýinu. Við skoðum alla möguleika sem Delve býður upp á og hvernig við getum notað Delve til að nálgast skjölin í skýin á auðveldan hátt.
- OneNote er eitt það skemmtilegasta og nytsamlegasta forrit sem Office pakkinn hefur upp á að bjóða, en allt of fáir virðast vera að nýta sér það. Á þessu námskeiði munum við skoða hvernig við getum notað OneNote til að skipuleggja og halda utan um verkefni.
- Yammer er hugsaður fyrir samskipti sama hvort það sé innanhús eða með aðilum utan fyrirtækisins. Við skoðum hvernig við getum notað Yammer í samskipti og minkað þar með rafrænt suð.
- Planner er verkefnastjórnunartól sem vinnur vel með öðrum tólum í Office 365. Það er auðvelt að setja upp verkefni sem fær sitt eigið netfang, svæði á Sharepoint, deilda Notebook og fleira.
- OneDrive for Business – Hver er tilgangur og grunn virkni OneDrive? Hver er munurinn á OneDrive Personal og OneDrive for Business? Við lærum allt um samhæfingu og að deila skjölum, utan og inna fyrirtækisins.
- Teams er samvinnutól þar sem þú getur sameinað krafta anara tóla Office 365 á einn stað. Teams er heitasta samvinnutólið á markaðnum í dag og Skype4Business mun renna inn í þetta tól. Það er hér sem hlutirnir gerast.
Leiðbeinandi: Hermann Jónsson sérfræðingur í Microsoft lausnum.
Office 365 og Delve 26. febrúar 14:00-15:00
Onenote 7.mars 14:00-15:00
Yammer 14.mars 14:00-15:00
Planner 21.mars 14:00-15:00
Onedrive for business 28.mars 14:00-15:00
Teams 2. apríl 14:00-15:00