Húmor er dauðans alvara

Námsver Þekkingarnetsins í Grunnskólanum á Raufarhöfn var formlega tekið í notkun í gær og af því tilefni var líflegt örnámskeið með Eddu Björgvins. Hún sló aldreilis í gegn með fróðleik og leikrænum æfingum er varða húmor, gleði og hamingju. Edda skrifaði mastersritgerð um húmor í stjórnun og hefur unnið mikið með fyrirtækjum til að létta starfsanda og auka vinnugleði. Þetta á samt erindi við alla hvað varðar lífið sjálft og hvernig við tökumst á við mismunandi aðstæður. Skemmtilegt að brjóta upp hversdaginn og kitla hláturtaugarnar.IMG_3993 IMG_4000 IMG_4010 IMG_4012 IMG_4013 IMG_4024 IMG_4025 IMG_4033

Deila þessum póst