Námsver Þekkingarnetsins í Grunnskólanum á Raufarhöfn var formlega tekið í notkun í gær og af því tilefni var líflegt örnámskeið með Eddu Björgvins. Hún sló aldreilis í gegn með fróðleik og leikrænum æfingum er varða húmor, gleði og hamingju. Edda skrifaði mastersritgerð um húmor í stjórnun og hefur unnið mikið með fyrirtækjum til að létta starfsanda og auka vinnugleði. Þetta á samt erindi við alla hvað varðar lífið sjálft og hvernig við tökumst á við mismunandi aðstæður. Skemmtilegt að brjóta upp hversdaginn og kitla hláturtaugarnar.

Húmor er dauðans alvara
Deila þessum póst
Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on print
Share on email