Okkur langar líka og þess vegna ætlum við að halda námskeið í þjóðbúningasaum í samstarfi við Heimilisiðnaðarfélag Íslands. Námskeiðið verður fjórar helgar og kennt er frá 10-17 laugardaga og sunnudaga með tveggja til þriggja vikna millibili. Áður en námskeiðið hefst er einn dagur með klæðskera sem tekur öll mál og þú kaupir efni sem þú færð tilsniðið.
Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar. Nemendur mæta með saumavél og áhöld. Mikill hluti vinnunnar er handsaumur og heimavinna er umtalsverð.
Athugið að það er takmarkað sætaframboð.
Verð: 265.000 kr.
Hægt er að fá styrki fyrir hluta af námskeiðiskostnaði hjá mörgum stéttarfélögum.