Hvenær ertu geðveikur?

Héðinn Unnsteinsson fór á kostum í uppstandi sínu um Lífsorðin 14 í gærkvöldi. Hann lýsti þar m.a. ótrúlegu ferðalagi sínu út á jaðarinn og til baka og velti upp ýmsum spurningum um mannlegt eðli og geðheilbrigði. Hvenær er maður veikur á geði og hvenær ekki? Getur maður fengið skilaboð frá æðri máttarvöldum í gegnum bílnúmeraplötu? Er hægt að stýra stjórnarsamstarfi í gegnum Bonsai plöntu? Ef svo er ertu sennilega á gráu svæði en hvar erum við hin stödd? Sveiflumst við ekki öll upp og niður og hvar liggja mörkin? Héðinn var bæði einlægur og skemmtilegur í frásögn sinni og almenn ánægja var meðal þeirra sem komu. Uppistandið endaði með hugleiðslu meðal þátttakenda.

Lífsorðin 14 og hugleiðslur Héðins má finna á heimasíðu hans http://hedinn.org/ Við hvetjum alla til að kynna sér þetta áhugaverða efni sem byggir á reynslu hans og vangaveltum um það hvort eitthvað sammannlegt megi læra af ferð út á jaðarinn og til baka.

Bók Héðins „Vertu úlfur – wargus esto“ er nú komin á Storytel fyrir þá sem vilja nýta sér hljóðbókarútgáfuna.

Deila þessum póst