Íbúahandbók fyrir erlenda íbúa

Þekkingarnetið fékk styrk úr Þróunarsjóði Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins til að vinna að íbúahandbók. Verkefnið snýst um að þróa árangursríka og aðgengilega leið fyrir erlenda einstaklinga sem flytja til Íslands að öðlast þekkingu á nærsamfélaginuÁkveðið var að vinna út frá einu sveitarfélagi, þ.e. Norðurþingi en stefnt er að því að öll sveitarfélög á þjónustusvæði Þekkingarnetsins verði hluti af verkefninu. Fjölmenningarfulltrúi og starfsfólk Norðurþings kom með ábendingar sem og hópur nýrra íbúa. Við kunnum þeim bestu þakkir fyrir aðstoðina.  

Efnið má nálgast sem pdf. skjal sem hægt er að prenta eða skoða í rafrænu formi á heimasíðu Þekkingarnetsins. Eins er rafræn útgáfa handbókarinnar einnig á heimasíðu undir english 

Þar sem í bókin er lifandi skjal og upplýsingar sem þessar breytast biðjum við fólk í Norðurþingi að kynna sér efnið og senda okkur ábendingar. Til dæmis breyting á þjónustu, hvaða upplýsingar vantar, hvað er hægt að orða betur eða annað sem kemur upp í hugann.  

Ábendingar má senda á ditta@hac.is eða ingibjorg@hac.is 

Við biðjum ykkur um að kynna handbókina fyrir nýjustu íbúum Norðurþings.  

 

Deila þessum póst