Íslenska á Bakkafirði

Bakkfirðingar af erlendum uppruna hafa verið duglegir að læra íslensku í vetur en búið er að keyra tvö íslenskunámskeið þar á vorönninni. Nemendur voru 10 á fyrra námskeiðinu og 9 á því seinna. Tekið var frí á mesta annatíma meðan mest var að gera í grásleppunni, en lokatörnin síðan tekin í maí. Á föstudag fyrir Hvítasunnu var síðasta kennslustundin sem endaði með útskrift og saknaðarkveðjum, en vonandi verður hægt að halda áfram í haust, því nemendur voru sérstaklega áhugasamir og alltaf skemmtilegt að koma til Bakkafjarðar og hitta hópinn. Þökkum hópnum kærlega fyrir veturinn og óskum þeim til hamingju með áfangann.

IMG_3100
Smellið á myndina til að fara í myndaalbúm.

Deila þessum póst