Gleðin var við völd á Bakkafirði í síðasta tímanum á íslenskunámskeiði 2A, en Þekkingarnetið býður upp á íslenskunámskeið 1A-5B auk Landnemaskóla sem er námsleið fyrir þá sem eru langt komnir í íslenskunni. Hópurinn var einstaklega glaðvær og áhugasamur og alltaf tilhlökkunarefni að rúnta yfir á Bakkafjörð þrátt fyrir misjafnt ástand vega. Kamen frá Búlgaríu mætti með gítarinn og sungið var á íslensku, búlgörsku, pólsku og ensku. Boðið var upp á veitingar og að lokum voru viðurkenningarskjöl afhent og hópurinn kvaddur með söknuði.
