Íslenskunámskeið á Húsavík og Mývatnssveit.

Í síðustu viku hófu 15 pólverjar nám í íslensku 1B hér á Húsavík. Að hluta til er þetta sami hópur og lauk íslensku 1A fyrir áramót, en einnig er töluvert um ný andlit, sem er ánægjulegt. Kennt er tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 18:30-20:30. Kennari er Heiða Guðmundsdóttir. Hópurinn er svolítið getu skiptur þar sem einhverjir nemendur höfðu áður farið á íslenskunámskeið en langt um liðið og því ákváðu þeir að byrja aftur.

IMG_5630Á morgun hefst svo kennsla í íslensku 1A í Mývatnssveit. Þar eru skráðir til leiks 8 nemendur frá Ítalíu, Frakklandi og Póllandi. Það er mjög ánægjulegt að geta farið af stað með íslenskunámskeið í Mývatnssveit þar sem langt er liðið síðan náðist í hóp þar. Sama fyrirkomulag verður á kennslunni í Mývatnssveit eins og á Húsavík og kennari verður Halldóra Jónsdóttir.

Deila þessum póst