Íslenskunámskeiðin eru fastur póstur hjá Þekkingarnetinu á öllu starfssvæðinu og hefur þátttaka í þeim verið góð í vetur. Tvö námskeið voru í Menntasetrinu á Þórshöfn á vorönninni, Íslenska 1A og 1B. Meirihluti nemenda var frá Þýskalandi en einnig voru nemendur frá Eistlandi, Sviss, Ungverjalandi og Hollandi. Kennslustundir voru líflegar, enda nemendur ungt og lífsglatt fólk. Við þökkum þessum skemmtilega hópi fyrir samveruna í vetur.






