Jarðskjálftaráðstefna á Húsavík 6. – 8. júní

Ráðstefnan Jarðskjálftar á Norðurlandi verður haldin á Húsavík dagana 6. – 8. júní og verður þar fjöldi innlendra sem erlendra fræðimanna. Þekkingarnet Þingeyinga kemur að skipulagi ráðstefnunnar og verður meðal annars opið hús í Þekkingarsetrinu fimmtudaginn 6. júní kl 18.20 þar sem hægt er að hitta á fræðimenn sem og fulltrúa frá almannavörnum og lögreglu. Yfir 60 þátttakendur hafa boðað komu sína en yfir 30 fyrirlestrar verða fluttir á ráðstefnunni auk þess sem að opnar málstofur verða lokadaginn.

Deila þessum póst

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on print
Share on email
X