Jólabókagleði á Raufarhöfn

Áfram heldur jólabókagleði Þekkingarnetsins. Kaupfélagið á Raufarhöfn skartaði sínu fegursta og skapaði notalega umgjörð um upplesturinn. Guðríður Baldvinsdóttir kynnti og las upp úr bók sinni „Sólskin með vanillubragði“ og Kristín Heimisdóttir kynnti og las upp úr sinni bók sem ber þann „stutta“ titil „Sagan af því hvers vegna jólasveinarnir hættu að vera vondir“. Svava Árnadóttir og Heiðrún Óladóttir lásu upp úr glænýjum glæpasögum Arnaldar Indriðasonar og Lilju Sigurðardóttur. Alltaf jafn gott að koma á Raufarhöfn, takk fyrir okkur!

Deila þessum póst