Jólabókagleði í Sauðaneshúsi

Það var notaleg stemning á Jólabókagleði í Sauðaneshúsi í gærkvöldi. Húsið skartaði sínu fegursta, enda búið að tendra kertaljós og setja jólaskraut í glugga. Kristín Heimisdóttir fór yfir ferlið um það hvernig bók hennar „Sagan af því hvers vegna jólasveinarnir hættu að vera vondir“ varð til og las valda kafla. Annar rithöfundur af svæðinu, Guðríður Baldvinsdóttir kynnti bók sína „Sólskin með vanillubragði“ og las valinn kafla. Halldóra Ágústsdóttir las nokkrar jólasveinavísur úr bók Magneu J. Matthíasdóttur „Jólasveinar af fjöllum í fellihýsi“. Líney Sigurðardóttir kynnti „Tregastein“ Arnalds Indriðasonar til leiks og „Helköld Sól“ Lilju Sigurðardóttur fékk kynningu hjá Heiðrúnu Óladóttur. Að síðustu las Gréta Bergrún Jóhannesdóttir upp úr bókinni „Ungfrú fótbolti“ eftir Brynhildi Þórarinsdóttur. Við þökkum öllum fyrir komuna á þennan viðburð sem haldinn var í samstarfi við Menningarmiðstöð Þingeyinga.

Deila þessum póst