Kaffitími á Lynghöfðanum

 

Starfsfólk Þekkingarnets Þingeyinga og Náttúrustofu Norðausturlands ákvað að bregða út af vananum og flytja kaffitíma morgunsins út úr húsi. Tilefnið var að sjálfsögðu sólmyrkvinn. Þeir fimm starfsmenn sem voru í húsi óku út á Tjörnes. Við lögðum bílnum á Lynghöfðanum en þar fórum við út og fylgdumst með myrkvanum ná hámarki.

 

Helena, Sissa, Guðrún og Hilmar fylgjast með sólmyrkvanum á Lynghöfðanum með Lundey í baksýn.
Helena, Sissa, Guðrún og Hilmar fylgjast með sólmyrkvanum á Lynghöfðanum með Lundey í baksýn.

Deila þessum póst