Karlar fræðast um rjúpu – konur um hveitikím!

Það hefur verið líflegt á smánámskeiðum Þekkingarnetsins nú í október.  Mikil aðsókn hefur verið á hveitikím-matreiðslunámskeið sem þær systur Erla Dögg (starfsmaður Þekkingarnetsins) og Kiddý Hörn Ásgeirsdætur hafa kennt á síðustu daga. Það vakti athygli að eingöngu konur hafa mætt á hveitikímnámskeiðin hvort heldur sem er á Húsavík, Þórshöfn eða Kópaskeri. Námskeiðin lukkuðust ljómandi vel.

IMG_5288   IMG_5303

Karlmenn eru oftast í minnihluta þátttakenda á námskeiðum hjá Þekkingarnetinu, en breyting varð á í dag þegar haldið var örnámskeið/fyrirlestur á Húsavík um rjúpuna þar sem þeir mættu tæplega 40 talsins fullir áhuga. Þetta var gert í samstarfi við Náttúrustofu Norðausturlands og hélt Aðalsteinn Örn Snæþórsson líffræðingur erindið.

Þingeyingar fara því inn í helgina fullir af fróðleik um rjúpur og hveitikím.

Deila þessum póst