Það er fastur liður á Þekkingarsetrinu á Húsavík að Kiddi Óskars kemur með málgagn Húsvíkinga, Skrána, í morgunkaffinu á fimmtudögum. Það var jólastemming í Kidda þennan morguninn og settist hann með stelpunum í gullfallegri peysu úr jólapeysusafni sem stofnuninni áskotnaðist nýverið. Á meðan Kidda er gefið kaffið sitja svo háskólanemar sveittir við jólaprófin. Fjarpróf úr háskólum landsins eru haldin alla virka morgna og stundum einnig seinniparta og um helgar. Lesbásar nemanna eru vel nýttir á flestum tímum sólarhringsins þessa dagana. Og þá er gott að hafa Skrána til að dreifa huganum yfir rótsterku kaffi úr góðum bolla.