KK – síðasti „föstudagsgestur“ Þekkingarnetsins á fimmtudegi!

Þekkingarnetið hefur haldið úti vikulegum viðburðum í opnu streymi frá því samkomubannið hófst . Nú er komið að síðasta skiptinu, enda heldur að rýmkast um reglur (þó við förum auðvitað öll afskaplega varlega áfram).

Enginn annar en KK ætlar að slá botninn í þessa röð fyrir okkur. Það er von starfsfólks Þekkingarnetsins að þessir viðburðir hafi orðið til gagns og gamans fyrir fólkið á starfssvæðinu okkar, og raunar landsmenn almennt, sem notið hafa.

Fylgist með facebook-síðu Þekkingarnetsins kl. 10:00 fimmtudaginn 30. apríl.

Deila þessum póst