Leiðsögunámskeið, Langanes og nágrenni

Leiðsögunámskeið fyrir áhugafólk um gönguferðir og útivist á Langanesi og nágrenni

Laugardagur 10. apríl, kl 9-12 og 13-16:

Fjallað verður um starf og ábyrgð leiðsögumanna. Kynnt verða grunnatriði leiðsagnar í styttri gönguferðum. Kennari er Stefán Helgi Valsson, leiðsögumaður og ferðaþjónn. Kennslunni verður streymt í Zoom í Menntasetrinu á Þórshöfn. Einnig er hægt að fá hlekk á Zoom fyrir þá sem ekki komast á staðinn.

Sunnudagur 11. apríl: kl 9-12 og 13-16:

Lýst verður einkennum gróðurs á Langanesi og nágrenni, helstu gróðurlendum, einkennisjurtum og fágætum tegundum. Sagt verður frá fuglum og spendýrum Langaness og nágrennis út frá mismunandi búsvæðum. Leitast verður við að draga fram sérstöðu svæðisins og þá þætti sem eru eftirsóttir af ferðamönnum bæði hvað varðar flóru og fánu. Gefin verða ráð varðandi umgengi við viðkvæma náttúru auk upplýsinga um heildir og hvar gott sé að leita sér ítarefnis um viðfangsefnin.

Farið verður í nokkra grunnþætti náttúrutúlkunar og þeir settir í samhengi við umfjöllun um gróður og dýralíf svæðisins. Tekin verða dæmi um hvernig nýta má aðferðafræði náttúrutúlkunar við að setja efnið fram á ánægjulegan, áhugaverðan og skipulagðan hátt.

Kennsla í þessum þætti er í höndum starfsfólks Náttúrustofu Norðausturlands. Kennt verður í Menntasetrinu á Þórshöfn (kennarar verða á staðnum), einnig er hægt að fá að hlekk á Zoom.

Skráning á hac@hac.is eða á www.hac.is. Einnig í síma 464-5100

Verð 27.000,- Vinsamlegast kynnið ykkur námsstyrki stéttarfélaganna

 

Kennsludagar Tímasetning Staðsetning Verð
10. og 11. apríl
9:00-12:00 og 13:00-16:00
Menntasetrið á Þórshöfn og á Zoom
27.000,-

Deila þessum póst

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on print
Share on email
X