Námsleiðir – lengri

Þekkingarnetið býður á hverju misseri upp á lengri námsleiðir fyrir fullorðið fólk. Þetta nám byggir mest á námsleiðum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og gjarnan sett þannig upp að auðveldlega sé hægt að sinna því samhliða vinnu.  Þekkingarnet Þingeyinga hefur heimild til að bjóða og kenna allar námsleiðir Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og eru nemendur hvattir til að leita til Þekkingarnetsins og ræða námsleiðir sem áhugi er á að fá kenndar heima í héraði.  Nánari upplýsingar um námsleiðir Fræðslumiðstöðvar atvinnulífins er að finna hér:  http://frae.is/namsskrar/