Líflegt á austursvæði

Nemendur í íslensku 1A á Bakkafirði. Þeir eru allir starfsmenn fiskvinnslunnar Bjargsins á Bakkafirði.

Á vormánuðum hefur verið nóg að gera á austursvæðinu svokallaða, eða frá Kópaskeri til Bakkafjarðar. Tvö íslenskunámskeið voru haldin á Þórshöfn og eitt á Bakkafirði. Tæknilæsisnámskeið fyrir 60 ára og eldri voru haldin á Kópaskeri, Raufarhöfn og Þórshöfn. Raufarhafnarbúar nýttu sér góða veðrið um síðstu helgi og sóttu námskeið í frisbígolfi, en nýlega var settur upp völlur á svæðinu.

Útskrift úr íslensku 1B á Þórshöfn með Katharinu Winter leiðbeinanda. 7 nemendur voru í þessum hópi.
Nemendur á tæknilæsisnámskeiði með Snæbirni Sigurðssyni leiðbeinanda. Á myndina vantar Björgvin Þóroddsson.
Allir einbeittir á tæknilæsisnámskeiði á Þórshöfn. 
Frisbígolfnámskeið í blíðunni á Raufarhöfn.

Deila þessum póst