Líflegur maí í Menntasetrinu

Það hefur verið lífleg starfsemi Þekkingarnetsins í Menntasetrinu á Þórshöfn í maí. Við byrjuðum mánuðinn á að hrista okkur í Zumba, diskó og fleiri dönsum með Arlette frá Vopnafirði, 11 nemendur útskrifuðust af 30 tíma íslenskunámskeiði og í morgun byrjaði 7 daga vélstjórnarnámskeið. Það er vorboðinn hann Guðmundur Einarsson sem kemur frá Ísafirði til að mennta verðandi vélstjóra, en á þessu námskeiði fást réttindi á fiskiskip 12 m og styttri með vélarafl 750 kw og minna. Guðmundur hefur verið á Húsavík á hverju vori undanfarin ár en þetta er í fyrsta sinn sem hann kemur til Þórshafnar. Við í Menntasetrinu þökkum kærlega fyrir veturinn og hlökkum til að nýrra og spennandi verkefna í haust.

íslenskunámskeið og vélstjórn 003
Það var hugur í mönnum sem mættu á vélstjórnarnámskeið í morgun.
Zumbanámskeið 008
Arlette og ánægðir nemendur á Zumbanámskeiði
íslenskunámskeið og vélstjórn 002
Hluti af útskriftarnemum úr íslensku 1A

Deila þessum póst