Líkamsbeiting

Líkamsbeiting við vinnu 

Á námskeiðinu er farið yfir helstu áhættuflokka við líkamsbeitingu svo sem:

  • Kyrrsetuvinnu
  • Einhæfni og álagsvinnu
  • Erfiðisvinnu og vinnu með þungar byrðar
  • Vinnustellingar
  • Líkamleg áhrif streitu á mannslíkamann

 

Líkamsbeiting og vinnutækni 

Fjallað er um stoðkerfið, líkamsstöðu, líkamsbeitingu og álagseinkenni tengd vinnu.  Rík áhersla er lögð á það sem starfsfólk getur gert sjálft til þess að draga úr líkum á óæskilegu álagi á stoðkerfið.

Langvarandi og óæskilegar líkamsstöður við vinnu geta haft skelfilegar afleiðingar í för með sér. Hvernig má bæta vinnuaðstöðu og vinnuhreyfingar í starfi og þar með draga úr líkamlegum kvillum? Einfaldar aðferðir kenndar sem allir geta tamið sér og nýtt.
Einnig verður farið í verklegar hléæfingar og síðast en ekki síst verður þátttakendum sýnt fjölbreytt nuddtæki og annar kostur til að draga úr vöðvabólgu.

X