Listahátíðin Skjálfandi – Námskeið

upptaka

Miðvikudaginn 7. júní, frá kl. 17:00 – 20:00, verður haldið örnámskeið í hljóðupptöku og rafrænni miðlun tónlistar fyrir byrjendur. Námskeiðið er hluti af listahátíðinni Skjálfanda, sem verður haldin í Samkomuhúsinu á Húsavík föstudaginn 9. júní.

Um er að ræða 3 klst. námskeið þar sem þátttakendur fá að kynnast grunni við hljóðupptöku á tónlist, sem og að skila hljóðriti til að hlaða upp á internetið eða dreifa á annan hátt.

Markmiðið er að þátttakendur verið að einhverju leiti sjálfbærir í grunnupptökum eftir námskeiðið. Þátttakendur taka með sér tölvu til að nota á námskeiðinu með uppsettu tónlistarforriti, t.d. Garage band (Mac) eða REAPER (PC) eða önnur sambærileg forrit. Búnaður sem verður á staðnum; upptökugræjur, hljóðupptökumíkrafónar, hljóðkort og hljóðfæri Tónlistarskólans, en kennt verður í Tónlistarskólanum. Allur annar búnaður sem þátttakendur vilja koma með á námskeiðið er að sjálfsögðu leyfilegur.

Facebook hópur verður stofnaður utan um þátttökuna þar sem öll aðstoð við að afla sér forrits eða annars búnaðar, sem og leiðbeiningar, verður haldið til hafa fram að námskeiði.

Það eru takmörkuð pláss í boði (einungis 6 í heildina) og þátttaka er ókeypis!

Vinsamlegast sendið nafn, heimilisfang og aldur á skjalfandifestival@gmail.com fyrir miðnætti miðvikudaginn 17. maí.

Fyrstir koma, fyrstir fá.

Við hvetjum upprennandi tónlistarkonur sem og unga lagasmiði sérstaklega til

að sækja námskeiðið.

Leiðbeinendur eru:

Harpa Fönn Sigurjónsdóttir (Grúska Babúska, Vinnslan, Örvarpið, Harpa Fönn)

Rafnar Orri Gunnarsson (Tony the Pony, Time Rules, rafnar)

Deila þessum póst