Listaverk verða til á víravirkisnámskeiði

 

Áhugasamir nemendur.

Það voru heldur falleg listaverk sem urðu til á tveggja kvölda víravirkisnámskeiði sem haldið var á Þórshöfn á miðvikudag og fimmtudag. Júlía Þrastardóttir gullsmíðameistari kenndi á námskeiðinu en hún sérhæfir sig í gamla víravirkinu og kennir það forna handbragð víða um land. Ekki var það fyrir neina aukvisa að sitja þetta námskeið því meðal þess sem þurfti til í þessa skartgripagerð var sjóðandi sýrupottur og glóandi brennari. Ekki urðu þó slys á fötum né fólki enda vanar handverksmanneskjur hér á ferð og ólíklegustu manneskjur komnar með gleraugu á nefbroddinn því þetta er mikil fín- og nákvæmnisvinna. Smellið á myndina til að fara í myndaalbúm.

Deila þessum póst