Á föstudaginn var haldið stutt en skemmtilegt ljósmyndanámskeið á Þórshöfn. Daníel Starrason ljósmyndari frá Akureyri kenndi og gaman að segja frá því að tveir af hans fyrrum kennurum sátu einmitt námskeiðið, en Daníel var búsettur á Þórshöfn í nokkur ár á uppvaxtarárunum. Að sjálfsögðu var farið í vettvangsferð að prófa þá þekkingu sem reynt var að koma inn og örugglega framtíðar ljósmyndarar hér á ferð.