
Þekkingarnet Þingeyinga hefur tekið þátt í Erasmus Plus verkefninu SOLOPRENEUR (sjálfstætt starfandi í afskekktum svæðum í Evrópu).
Lokafundur verkefnisins var haldin þann 16. nóvember 2020. Samstarfsaðilar verkefnisins eru 8 talsins og koma frá sex Evrópulöndum (Frakklandi, Íslandi, Spáni, Kýpur, Belgíu, Ítalíu). SOLOPRENEUR verkefninu er ætlað að aðstoða íbúa í dreifbýli í Evrópu þar sem fjarlægðirnar þrengja að atvinnutækifærum og þá sem hafa áhuga á frumkvöðlastarfsemi og vilja hefja sinn eigin rekstur. Markmiðið með verkefninu er að þróa aðgengilegt fræðsluefni og þjálfunaraðferðir til að efla atvinnumöguleika á þessum svæðum og er sérstaklega ætlað þeim sem vilja koma sér inn á vinnumarkaðinn að nýju með eigin atvinnurekstri.
Samstarfsaðilarnir þróuðu kennsluefni á 6 tungumálum (ensku, frönsku, grísku, íslensku, ítölsku og spænsku) sem aðgengilegt er á vefsíðu SOLOPRENEUR verkefnisins
Á fundinum, sem haldinn var í gegnum Zoom vegna heimsfaraldurs COVID-19, luku samstarfsaðilar við uppbyggingu á heimasíðu verkefnisins og fóru yfir samantekt um fjölda þátttakenda sem nýtt hafa kennsluefnið á heimasíðunni síðastliðin tvö ár. Farið var yfir ítarlega tölfræði á útbreiðslu og kynningu á verkefninu og ræddar leiðir til að kynna verkefnið enn betur áður en því lýkur. Að lokum var farið yfir gæðamál og fullvissað sig um að engir lausir endar væru eftir, allt til að skila sem bestu mögulegu útkomu af verkefninu.
Fyrir frekari upplýsingar um SOLOPRENEUR
