Lokafundur SPECIAL á Húsavík

Við fengum góða gesti til okkar á Húsavík þegar samstarfsaðilar okkar í SPECIAL verkefninu funduðu með okkur á fjórða og síðasta staðfundi verkefnisins.

SPECIAL verkefnið, sem sjö samstarfsaðilar frá sex Evrópulöndum standa að (Svíþjóð, Ítalíu, Íslandi, Belgíu, Spáni og Rúmeníu) er styrkt af Erasmus+ áætlun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og miðar að því að styrkja, endurvekja og hlúa að „lífsleikni“ og „mjúkri“ færni ungs fólks sem hvorki stundar nám né hefur atvinnu (NEETs) til að hjálpa þeim að (endur)aðlagast samfélögum og vinnumarkaði eftir COVID.

Á fundinum gátu samstarfsaðilar rætt stöðu verkefnisins og þá vinnu sem framundan er á lokasprettinum. Mikilvægt tækifæri fólst í því að fara ítarlega í mál eins og gæðamat, verkefnisstjórnun og kynningu á afurðum verkefnisins.

Á síðustu vikum verkefnisins munu samstarfsaðilarnir vinna að þróun PR4 verkefnispakkans, leiðbeininga til þeirra sem vilja nýta sér reynslu verkefnisins og samantektar til stefnumörkunar fyrir hagsmunaaðila. Þessi lokavinna skiptir miklu máli til að tryggja að verkefnisvinnan nýtist sem best í framhaldinu.

SPECIAL fræðsluefnið (PR3) er tilbúið og hægt að nálgast það á fræðsluvefnum. Fræðsluvefurinn hýsir afurðir verkefnisins s.s. skýrslur, þjálfunar/fræðsluefni, leiðbeiningar og ráðleggingar og er nú aðgengilegur á www.projectspecial.eu á sex tungumálum (ensku, spænsku, ítölsku, íslensku, rúmensku og sænsku).

Á fundinum gafst gott tækifæri til að læra af samstarfinu og styrkja tegnslin fyrir frekara samstarf.

Fyrir frekari fréttir af verkefninu: www.projectspecial.eu

 Facebook og Youtube!

Deila þessum póst