Loksins Aftur í nám!

Loksins býður Þekkingarnet Þingeyinga aftur upp á námsleiðina Aftur í nám!

Aftur í nám er 95 kennslustunda nám sem er ætlað þeim sem eiga í erfiðleikum með lestur og ritun. Námið má meta til allt að 7 eininga á framhaldsskólastigi.

Megináhersla er lögð á lestrar- og námsfærni námsmanna og er markmiðið að auka hæfni þeirra til starfs og náms og stuðla að jákvæðu viðhorfi til frekaranáms.

Tilgangur námsins er að styrkja sjálfstraust námsmanna, búa þá undir frekari þjálfun eftir námskeiðinu lýkur og þjálfa þá í lestri og skrift með aðferðum Ron Davis.

 

Helstu námsþættir: 

Sjálfstyrking, Davis þjálfun, íslenska, tölvur og einkatímar með náms- og starfsráðgjafa.

 

Kostnaður:

Stærstur hluti námskostnaðar er niðurgreiddur af Fræðslusjóði (á grunni kjarasamninga ASÍ/SA). Greiðsluhlutdeild nemenda er 73.000 kr. (Endurmenntunarsjóðir stéttarfélaga niðurgreiða gjarnan stóran hluta þessa kostnaðar).

 

Kennarar:

Jón „Lambi“ Haraldsson og Sturla Kristjánsson.

 

Skráning og upplýsingar

Helena Eydís Ingólfsdóttir – helena@hac.is – 464-5106

 

Nánari lýsing á námsleiðinni – námskrá

Deila þessum póst