Erna Héðinsdóttir var á Þórshöfn um helgina með þriggja daga námskeið í ólympískum lyftingum, en Erna er með level 1 og 2 þjálfararéttindi frá Alþjóða lyftingasambandinu auk þess sem hún er alþjóðadómari í íþróttinni. Hún hefur sjálf æft lyftingar í fjöldamörg ár, varð m.a. Íslandsmeistari í opnum flokki 2014, keppti á heimsmeistaramóti öldunga árið 2018 og á í dag 3 Íslandsmet í öldungaflokki. Í ólympískum lyftingum er keppt í snatch og clean&jerk en þessar lyftur krefjast tækni, snerpu, styrks og liðleika. Aðsókn fór fram úr vonum og þurfti að skipta í tvo hópa því 17 manns mættu á námskeiðið.