Magnað úrbeiningarnámskeið á Laugum

Um helgina héldum við á Þekkingarneti Þingeyinga í samstarfi við jaxlana í Frávik ehf. tvö úrbeiningarnámskeið í Matarskemmunni á Laugum. Fullt var í báða hópa og óhætt að segja að þátttakendur hafi verið ánægðir með námskeiðið. Kjötiðnaðarmennirnir Jónas Þórólfsson og Rúnar Ingi Guðjónsson kenndu á námskeiðinu og eru mennirnir á bakvið Frávik ehf. Námskeiðin voru styrkt af Uppbyggingarsjóði.

Farið var í gegnum helstu atriði við sundurhlutun og vinnslu á lambaskrokki og nýtingu, hreinlæti og pökkun. Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að hafa betri innsýn í hvernig skal vinna og nýta lambaskrokk auk þess að vera með á hreinu hvernig ganga skal frá kjöti sem best til geymslu.

Eins og fyrr segir voru þátttakendur ljómandi ánægðir með þessi námskeið og nokkuð ljóst að við munum reyna að bjóða upp á fleiri námskeið í samstarfi við þá Fráviks-menn. Stefnan er tekin á að bjóða upp á námskeið í pylsu- og kæfugerð og fleiru sem tengist kjötiðnaði. Meira um það síðar. 

  

Deila þessum póst