Málþing um Jakobínu Sigurðardóttur

JakobinaLaugardaginn 5. október verður haldið málþingið „Hvað tefur þig bróðir?“, um Jakobínu Sigurðardóttur og verk hennar, í félagsheimilinu Skjólbrekku í Mývatnssveit. Dagskráin er fjölbreytt en bæði er boðið upp á erindi, tónlistarflutning og leiklestur. Í heimasveit Jakobínu, Mývatnssveitinni, hefur verið starfandi leshringur heimamanna í tengslum við málþingið.  Nánari upplýsingar er að finna á vefnum: http://jakobinasigurdardottir.wordpress.com/malthing-2013/

Þekkingarnetið hvetur fólk til að sækja þetta áhugaverða málþing um merkilega konu.

Deila þessum póst