Mannfjöldaþróun í Þingeyjarsýslum

CaptureNú er komin á vefinn skýrsla um mannfjöldaþróun í Þingeyjarsýslum sem Þekkingarnetið gefur út árlega. Nokkrar áhugaverðar staðreyndir má finna í þróuninni, íbúum hefur fjölgað hvað mest í Mývatnssveit en þar hefur fjölgunin aðallega verið í dreifbýlinu en ekki í þéttbýlinu í Reykjahlíð. Einnig hefur íbúum fjölgað á milli ára á Raufarhöfn. Sveitarfélagið Tjörneshreppur er eina sveitarfélagið á svæðinu sem hefur fleiri konur en karla og á Húsavík varð kynbundin fækkun þar sem fækkaði eingöngu um kvenkyns íbúa. Kynnið ykkur endilega þetta áhugaverða efni, skýrsluna má finna á síðunni ásamt öðru útgefnu efni. https://www.hac.is/rannsoknir/utgefid-efni/

 

Deila þessum póst