Matarsmiðjan

Námskeið sem miða að því að veita matvælaframleiðendum fræðslu um þróun, fullvinnslu og markaðssetningu afurða í takt við Beint frá býli hugmyndafræðina. Unnið er út frá námskránni Matarsmiðja frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.   

Markmið með námskeiðinu er að þátttakendur öðlist skilning og getu til að vinna að vöruþróun og einfaldri framleiðslu á matvælum. Þátttakendur taka virkan þátt í gerð uppskrifta, útreiknings á næringargildi, framlegð og rýrnun, markaðssetningu ásamt því að geta framleitt vöruna.  

Námið er öllum opið sem eru áhugasamir um framleiðslu og vinnslu matvæla.  

Skipulag náms  

Námið er 80 klukkustundir bóklegt (fyrirlestrar) og verklegt. Kennslan fer fram frá október – febrúar.   

Námsþættir:  

  • Hreinlætis- og örverufræði.   
  • Gæðahandbók  
  • Næringargildi 
  • Matvælastofnun 
  • Hráefnisfræði 
  • Aukaefni   
  • Uppskriftir; uppsetning – verklýsingar – framlegðarútreikningar.     
  • Rekstur og afkoma 
  • Ostagerð 
  • Hráefni – fiskur 
  • Hráefni – villtar jurtir  
  • Framleiðsla á eigin vöru – Einstaklingsvinna í tilraunaeldhúsi.     
  • Styrkir og styrkjamöguleikar.  
  • Ýmsir gestafyrirlesarar  

Fyrirlestrar verða í fjarkennslu þar sem notast er við fjarfundakerfi sem heitir zoom, þátttakendur þurfa því að hafa aðgang að tölvu með myndavél og hljóðnema. Kennt er á mánudögum og miðvikudögum kl 16:30-18:30 en upptökur verða aðgengilegar eftir kennslu.  

Verklegi þátturinn er tvískiptur. Um er að ræða einn dag á ostagerðanámskeiði og hins vegar er það þriggja daga lota í löggildum matvælasmiðjum á svæðinu. 

Fyrir frekari upplýsingar og fyrirkomulag kennslu er hægt að hafa samband á hac@hac.is eða í síma 464-5100.  

Námsmat 

Nemendur fá að loknu námskeiði viðurkenningarskjal fyrir þátttöku.  Gerðar eru kröfur um 80% mætingu í fjarnámshlutann og 100% í verknámshlutann.  

Kostnaður  

Kr. 36.000.-  þáttkökugjald í náminu.  

Þátttakendum er bent á að kanna rétt sinn til endurgreiðslu hjá starfsmenntasjóðum.  

Kennsludagar Tímasetning Staðsetning Verð
mánudögum og miðvikudögum
16:30-18:30
Víðsvegar um svæðið og í fjarnámi
36.000 kr.

Deila þessum póst