Með Húsavík í vasanum

Þekkingarnetið kynnir með stolti nýjustu afurðina úr sumarvinnu háskólanema, sem er smáforritið “Visit Húsavík”. Appið veitir upplýsingar um alla helstu ferðaþjónustuaðilana á Húsavík, um gönguleiðir á svæðinu, áhugaverða staði, sögugöngu með hljóðleiðsögn, stafrænt kort og margt fleira.

Upphaf verkefnisins má rekja til hugmyndar Söndru Bjarkar Arnarsdóttur háskólanema í tölvunarfræði um gerð smáforrits fyrir ferðaþjónustu á Húsavík. Sandra sá um forritun appsins og fékk til liðs við sig Þórdísi Öldu Ólafsdóttur og Pál Hlíðar Svavarsson, en öll voru þau ráðin til starfa í gegnum átaksverkefni stjórnvalda og Vinnumálastofnunar. Verkefnið var unnið í samstarfi við Húsavíkurstofu sem hýsir nú appið.  Hægt er að nálgast smáforritið á AppStore og PlayStore og hvetjum við alla til að hlaða því niður í símann.

Hér má lesa frétt um appið í Morgunblaðinu.

Verkefnisteymið að störfum í sumar. Hinrik, Þórdís, Sandra og Páll.

Deila þessum póst