Meðferð matvæla og þrif

Meðferð matvæla 

Geymsla, frágangur og meðferð matvæla. Geymsluþol, örverur og gerlamyndun. Helstu einkenni og merkingar á algengum ofnæmis- og óþolsvöldum. Hreinlæti, fatnaður og vinnuvernd. Notkun hreinsiefna í eldhúsi.

 

Þrif og frágangur 

Persónulegt hreinlæti. Skipulag þrifa, aðferðir og frágangur. Meðferð ræsti- og hreingerningaefna. Meðferð og notkun áhalda og tækja við þrif. Viðbrögð við óværu.

 

Að mörgu er að hyggja fyrir matvælavinnslur 

Í heimi þar sem matarsjúkdómum fer fjölgandi þurfa allir starfsmenn að leggjast á eitt um að gera hlutina rétt. Eftir námskeiðið eiga starfsmenn að vera betur meðvitaðir um helstu áhættuþætti við matvælavinnslu og hvernig eigi að fyrirbyggja þá. Farið verður í undirstöðuatrið í örverufræði, meðhöndlun matvæla, persónulegt hreinlæti og þrif og hreinlætiseftirlit

 

HACCP 1 til 4 

Námskeið fyrir starfsfólk matvælafyrirtækja, mötuneyta, veitingastaða og hótela sem vilja auka þekkingu sína á örverufræði og réttri meðhöndlun matvæla. Námskeiðin eru kennd á íslensku, ensku og pólsku.

 

X