Um þessar mundir er mikið um að vera í Þekkingarsetrinu á Hafnarstéttinni á Húsavík. Óvenjulega mörg verkefni hafa verið í gangi nú í sumarbyrjun, bæði í námskeiðshaldi hjá Þekkingarnetingu, og einnig í rannsóknastörfum hjá samstarfsstofnununum í húsinu. Kaffistofan í húsinu er tvísetin þessa daga á morgnana og allt rými vel nýtt. Undanfarið hafa verið um 30-40 manns í húsinu í daglegri viðveru og við það bætast stundum nemendur á námskeiðum og rannsóknanemar frá Háskóla Íslands.
Þetta eru annasamir og skemmtilegir dagar!
Nokkrar myndir innanhúss að morgni 6. júní:
Í fundarherberginu á neðri hæð fundar hópur kennara og
verkefnastjóra Erasmus-verkefnisins CRISTAL.
Í kennslustofu á neðri hæð situr hópur nýrra starfsmanna frá PCC
á námskeiði. PCC og Þekkingarnetið hafa gert samkomulag um að
PCC nýti aðstöðu og þjónustu við innleiðingarnámskeið nýrra starfsmanna
sumar og haust 2017.
Lindi forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands og Ib K. Petersen
ræða fuglarannsóknaverkefni sem unnið er að hjá
Náttúrustofu Norðausturlands og dönskum samstarfsaðilum.
Hilmar Valur situr við skrifborð sitt í sameiginlegu vinnurými
starfsmanna ÞÞ. Námskeiðahald hefur staðið óvenjulega langt
fram á vor/sumar þetta árið. Það eru einkum starfstengd
námskeið sem rekin hafa verið fyrir fyrirtæki á svæðinu (vélgæsla,
ferðaþjónustunámskeið o.fl.).
Sumarstarfsfólk Náttúrustofunnar (Chanee og Snæþór) fundar og yfirfer útirannsóknir
sem framundan eru.