Nám og þjálfun – endurmenntun starfsfólks

Þekkingarnetið fékk Erasmus+ aðild  í Nám og þjálfun (KA1) árið 2021. Aðildin er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum Erasmus+ náms- og þjálfunarverkefna. Miðað er við að þátttaka í náms- og þjálfunarverkefnum sé hluti af reglulegri starfsemi stofnunarinnar þar sem unnið er að endurmenntunarmarkmiðum hennar. Þekkingarnetið hefur gert starfsmönnum kleift að sækja  námskeið og starfsspeglun og nýtt til þess styrki frá áætlunininni. Nánar um styrkjamöguleika  Erasmus+ https://www.erasmusplus.is/taekifaeri/

Sem dæmi má nefna sótti Hilmar Valur námskeið í Prag, ICT in Education, eða notkun upplýsingatækni í kennslu sem er sérsniðið fyrir kennara og starfsmenn menntastofnana. Námskeiðið var haldið af International Training Center. Á námskeiðinu voru margvíslegar tækninýjungar í námi kynntar fyrir þátttakendum og raunverkefni búin til og prófuð á hópnum. Það voru þó nokkur atriði á námskeiðinu sem munu nýtast Þekkingarnetinu við skipulag og framkvæmd námskeiða og námsleiða FA, sérstaklega í dreifðari byggðum starfssvæðisins.

Deila þessum póst