Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú

Leikskólaliða- og stuðningafulltrúabrú. Þekkingarnetið býður upp á leikskóla og stuðningsfulltrúabrú. Námið hefst á haustönn 2020 og verður kennt sem blandað lotu- og fjarnám. Nám fyrir leikskólaliða veitir þekkingu og færni til að starfa með börnum í námi og leik. Áhersla er lögð á uppeldisfræði, sálfræði, listsköpun og notkun leikja. Leikskólaliðar starfa við hlið annars fagfólks á leikskólum. Nám fyrir stuðningsfulltrúa í skólum styrkir fagvitund og áhersla er lögð á uppeldisfræði, fötlunarfræði, sálfræði, samskipti og listsköpun. Stuðningsfulltrúar starfa við hlið annars fagfólks að umönnun, uppeldi og menntun barna og ungmenna með sérþarfir. Forkröfur í námið eru að nemendur hafi náð 22ja ára aldri og hafi 3ja ára starfsreynslu við uppeldis og umönnun barna í leik- og grunnskólum. Námið er samtals 66 einingar sem kenndar eru á fjórum önnum. Nemendur útskrifast sem leikskólaliðar og/ eða stuðningafulltrúar að námi loknu. Verð: 151.000 kr eða 37.750 pr önn. (með fyrirvara um breytingu á verðskrá fræðslusjóðs) Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum !

kennsludagur timasetning staðsetning upphæð Skráning
Haustönn 2020 Haust 2020 Svæði ÞÞ 151000 Skráning  
X