Námskeiðahald haustsins í undirbúningi

Þessa dagana er starfsfólk Þekkingarnetsins að leggja lokahönd á undirbúning þeirra námskeiða sem við munum bjóða upp á í haust. Námsvísir Þekkingarnetsins mun koma út annan hvern mánuð í stað þess að koma út mánaðarlega eins og verið hefur undanfarin ár. Fyrsti námsvísirinn mun læðast inn um bréfalúgur og í póstkassa íbúa á starfssvæði Þekkinganetsins fyrstu vikuna í september og í honum verða kynnt námskeið sem haldin verða í september og október .

Að venju er framboðið fjölbreytt, allt frá löngum námsleiðum sem gefa einingar til náms í framhaldsskólum til örfyrirlestra og námskeiða sem taka eina kvöldstund. Meðal þess sem boðið verður upp á er námskeið í víngerð úr rabarbara og berjum, veðurfræði og útivist, náttúrleg umhirða án aukaefna og kransagerð úr lyngi.

Við hvetjum íbúa og forsvarsmenn fyrirtækja og stofnana í Þingeyjarsýslum til að hafa samband við okkur hafi þeir óskir um námskeið. Við munum reyna að bregaðst við því eftir bestu getu.

 

Deila þessum póst