námskeiðin

Apríl, 2021

20apr17:0018:30Moltugerð17:00 - 18:30

Lesa meira

Nánar um viðburð

Hægt er að nýta allt lífrænt efni, sem til fellur í garðinum og eldhúsinu ef aðstaða er til jarðgerðar. Með því að nýta eigin moltu til ræktunar má auðveldlega spara sér innkaup á tilbúnum áburði því hún inniheldur yfirleitt öll nauðsynleg næringarefni og kemur í stað tilbúins áburðar.

Á námskeiðinu verður fjallað um tilgang og markmið moltugerðar. Hugað verður hvaða hráefni er hægt að nýta til jarðgerðar og æskileg blöndunarhlutföll þeirra og hvernig ná megi jöfnu og góðu niðurbroti. Lokaafurð jarðgerðar, moltan er kjörinn áburður og jarðvegsbætir til notkunar í heimilisgarðinn.

Leiðbeinandi: Auður I Ottesen garðyrkjufræðingurog ritstjóri Sumarhússins og garðsins.

Tími: 20. apríl kl 17:00-18:30

Skráning á www.hac.is, hac@hac.is og í síma 464-5100

Verð: Námskeiðið er öllum að kostnaðarlausu í samstarfi við Landsmennt, Sveitamennt og Ríkismennt.

Tími

(Þriðjudagur) 17:00 - 18:30

X