Þessa dagana er nám að hefjast að nýju í skólum landsins og námsmenn að koma sér í gang eftir sólríkt sumar. Hún Bylgja Dögg, leiðbeinandi í Grunnskólanum á Bakkafirði, er að hefja nám í kennsluréttindum frá Háskólanum á Akureyri og notfærir sér fjarfundabúnað hjá okkur í Menntasetrinu til að taka fyrstu lotuna. Við fengum lítinn gest með henni í dag og ekki annað að sjá en henni líði vel hjá okkur og slaki vel á meðan mamman hlýðir á fyrirlestur.