NICHE

Nú nýverið lauk stórskemmtilegu verkefni sem Þekkingarnetið leiddi um óáþreifanlegan menningararf og frumkvöðlastarf. NICHE verkefnið var unnið með styrk frá Erasmus+, samstarfsáætlun ESB og hlaut viðurkenningu sem Good Practise Example, sjá meira hér.

Markmið verkefnisins voru að styðja við starf frumkvöðla tengdu óáþreifanlegum menningararfi og þróa nýtt fræðsluefni. Á heimsíðu verkefnisins má sjá meira um verkefnið : https://www.nicheproject.eu þar á meðal fræðsluefnið, til að mynda: Að vinna með óáþreifanlegan menningararf – gildi og þróun eigin hugmynda

Þátttakendur í verkefninu voru níu talsins frá sjö löndum Evrópu; Íslandi, Belgíu, Grikklandi, Írlandi, Ítalíu, Spáni og Svíþjóð. Samstarfsaðili okkar á Íslandi voru Nýheimar Þekkingarsetur á Höfn í Hornafirði. 

 

Deila þessum póst