Nóg um að vera á Laugum

Óhætt er að segja að það sé nóg um að vera á Laugum þessa vikuna. Á þriðjudaginn hófst þar 12 kest. excel námskeið fyrir þá sem vanir eru að vinna við forritið en vilja auka þekkingu sína. Snæbjörn Sigurðarson kennir þar 10 einstaklingum.

Í gær hófst svo 9 kest. iPad námskeið fyrir byrjendur, en Vilberg Helgason kennir þar 6 einstaklingum. Bæði námskeiðin eru kennd í Urðarbrunni.

Undanfarin misseri hefur ekki tekist nógu vel að koma af stað námskeiðum í Þingeyjarsveit, þannig að sú staðreynd að í þessari viku hafi farið af stað tvö námskeið er mjög ánægjulegt.

Rétt er að nota tækifærið og hvetja íbúa Þingeyjarsveitar til þess að vera duglegri við að hafa samband við okkur og koma á framfæri hugmyndum að námskeiðum.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af áhugasömum nemendum á iPad námskeiði.

IMG_0403IMG_0401

IMG_0400IMG_0402

Deila þessum póst