Þekkingarnet Þingeyinga í samstarfi við Símey og Hönnunarverksmiðjuna stendur fyrir námskeiði fyrir „nörda“ 9.-11. janúar og 20.-22. febrúar.
Á námskeiðinu verður unnið með laserskurðarvél, 3D prentara, örtölvur og fleira. Markmiðið er að þátttakendur tileinki sér tækni sem notuð er í framleiðslu– og hugbúnaðarstörfum.
Þekkingarnetið býður 1-2 öflugum, tæknilæsum einstaklingum sem hafa áhuga á hönnun, verk– og tæknimálum og eiga auðvelt með að miðla, að taka þátt í námskeiðinu sér að kostnaðarlausu.
Viðkomandi þurfa jafnframt að hafa áhuga og vilja til að taka að sér að kenna verk– og tækninámskeið á vegum Þekkingarnetsins.
Áhugasamir eru beðnir um að senda ferilskrá á netfangið helena@hac.is ásamt upplýsingum um hvers vegna Þekkingarnetið ætti að velja þá til þátttöku.
Umsóknarfrestur er til og með 11. desember 2014.