Ný heimasíða Þekkingarnetsins í loftið!

Þekkingarnetið hefur undanfarið unnið að endurbótum á heimasíðu sinni. Nú hefur stofnunin birt síðuna eins og sjá má. Það er ekki einvörðungu útlitið sem tekur breytingum heldur er síðan uppfærð með tilliti til betri virkni á snjallsíma og önnur snjalltæki. Einnig hefur verið gerð sjálfvirk tenging milli skráningarkerfis stofnunarinnar fyrir námskeið og námsleiðir (INNA). Þannig er hægt að taka við skráningum beint af síðunni [sjá beina leið hér: https://hac.is/inna/].

Allt útgefið efni Þekkingarnetsins frá upphafi er nú einnig að finna á síðunni, þ.m.t. rannsóknaskýrslur, ársskýrslur og annað efni [sjá beina leið hér: https://hac.is/rannsoknir/utgefid-efni/]

Þekkingarnetið hefur unnið að þessum umbótum í samstarfi við vefhönnuði hjá fyrirtækinu Vefsíðugerð.com [https://vefsidugerd.com].

 

Deila þessum póst