Nýr starfsmaður

Nýr starfsmaður

Ingibjörg Benediktsdóttir hefur verið ráðin til starfa hjá Þekkingarnetinu. Auglýst var eftir verkefnastjóra/ráðgjafa fyrir nokkrum vikum og bárust 8 umsóknir frá góðu fólki. Það er mikil viðurkenning fyrir vinnustað þegar margar og góðar umsóknir berast við starfsauglýsingum.
Ingibjörg hefur undanfarið verið í starfi sem verkefnastjóri hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða ásamt því að starfa fyrir Strandabyggð og Verkalýðsfélag Vestfjarða. Ingibjörg hefur því reynslu af starfsemi símenntunarmiðstöðva við áþekkar aðstæður og Þekkingarnetið býr við. Ingibjörg hefur B.A. próf í félagsvísindum og hefur stundað fjarnám í opinberri stjórnsýslu (MPA). Hún hyggur á að flytja til Húsavíkur með fjölskyldu sína í sumar og sinna starfinu frá aðalstarfsstöð Þekkingarnetsins á Hafnarstétt á Húsavík.
Starfsfólk Þekkingarnetsins býður Ingibjörgu innilega velkomna í hópinn og hlakkar til að taka á móti henni síðsumars.

Deila þessum póst