Október námsvísirinn er komin út

Það er heldur betur fjörlegur og fjölbreyttur námskeiða mánuður framundan. Á Húsavík og Þórshöfn verður boðið upp á Leiðtogafærni námskeið með Svavari H. Viðarsyni en Svavar hefur tvisvar komið til okkar áður og haldið Verkefnastjóra námskeið. Núna kemur hann með nýtt og spennandi námskeið sem við bindum miklar vonir við. Einnig hefst 5 vikna námskeið í október í át- og þyngdarstjórnun með Esther Helgu Guðmundsdóttir frá Matarfíknarmiðstöðinni. Byrjað verður á helgarnámskeiði í námunda við Húsavík og svo er eftirfylgd í 5 vikur.

oktnámsvísir
Forsíða október námsvísis.

Húsvíkingurinn Jón Friðrik Þorgrímsson, matreiðslumeistari kemur í heimsókn á sínar æskuslóðir fimmtudaginn 16. október og verður með námskeið sem kallast „Sushi á nýstárlegan hátt“. Þar mun hann fara yfir hvernig á að gera sushi á öðruvísi, einfaldan og skemmtilegan hátt. Hann mun sína fram á að ekki þarf að eiga flókin tæki og tól til að búa til og framreiða frábæra sushi veislu og mun einnig kynna fyrir þátttakendum hvernig á að djúpsteikja sushi. Þetta er eitthvað sem engin matgæðingur má láta fram hjá sér fara.

Á Þórshöfn verður auk Leiðtogafærninámskeiðsins, boðið upp á námskeiðið „Uppúr sófanum…hugað að heilsunni!“ Þar mun Halldóra Magnúsdóttir, einkaþjálfari fara yfir frá a-ö hvernig einstaklingar geta komið sér upp heilbrigðari lífsstíl með bættu mataræði og markvissri líkamsrækt.

Í Mývatnssveit og á Laugum verður boðið upp á iPad námskeið fyrir byrjendur. Vilberg Helgason frá Akureyri mun fara yfir allar stillingar sem nauðsynlegt er að vita af og velja hvernig notandinn vill hafa, svo sem læsingar, stillingar til að sækja eða kaupa smáforrit á netinu, tengingu við tölvupóst o.fl. Spennandi og hagnýtt námskeið. Einstaklingar geta fengið lánuð iPad tæki hjá Þekkingarnetinu til að hafa á námskeiðinu.

Rúsínan í pylsuendanum verður svo heimsókn Katrínar Jakobsdóttur sem ætlar að halda fyrirlestur sem kallast „Af hvejru lesum við glæpasögur?“ Þar mun Katrín fara yfir sögu íslenskra glæpasagna frá upphafi 20. aldar og leita skýringa á því af hverju þessi bókmenntagrein hefur notið slíkra vinsælda hér á landi. Þetta verður notaleg kvöldstund á nýja Kaffihúsinu, Hvalbak.

katrin
Katrín kemur til okkar fimmtudaginn 30. október.

 

Semsagt, eitthvað fyrir alla í október. Skráning á námskeiðin er þegar hafin og hægt er að skrá sig hér og einnig í síma 464-5100 eða á hac@hac.is.

Hér má skoða námsvísi októbermánaðar: namsvisir

Deila þessum póst