Opið hús í tæknismiðja ÞÞ og FSH

Í vikunni var opið hús í Tæknismiðjunni á Húsavík. Smiðjan er staðsett í kjallara Framhaldsskólans á Húsavík og er samstarfsverkefni skólans og Þekkingarnetsins. Þar er nú staðsett laserskurðarvél, þrívíddarprentari, örgjörvatölvur og ipadar. Þessi tækjabúnaður er ætlaður til kennslu á öllum skólastigum, sem og námskeiðshalds fyrir fullorðna, og er vonast til að þetta örvi og auðgi tækni- og frumkvöðla færni þeirra sem kynnast þessari tækni. Sigurður Narfi, kennari í FSH, er umsjónarmaður tæknismiðjunnar og þeir sem vilja nýta sér aðstöðuna eða leigja tíma í vélarnar er bent á að hafa samband við hann. Á opna húsinu var meðal annars hægt að sjá vélarnar að störfum en einnig spila á ávexti með örgjörvatölvunum, sem var vinsælt hjá yngri kynslóðinni.

WP_20160209_042 WP_20160209_036 WP_20160209_034 WP_20160209_032 20160209_175134_resized 20160209_174735_resized 20160209_142116_resized 20160209_142059_resized 20160209_142052_resized 20160209_142036_resized

Deila þessum póst