Opnunarhóf Mikleyjar-þekkingarseturs í Mývatnssveit

Mikley-þekkingarsetur var opnað með formlegum hætti í Mývatnssveit 1. nóvember.  Vel var mætt af heimafólki og mikil stemming fyrir verkefninu.  Arnþrúður Dagsdóttir (Ditta) starfsmaður Þekkingarnetsins hélt utan um dagskrá dagsins í samvinnu við aðra sem starfa í setrinu. Heimafólk hafði stuttar framsögur um þekkingarsetrið og aðdraganda þess, en auk þeirra ávarpaði Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis samkomuna fyrir hönd þingmanna kjördæmisins. Veitingar voru að sjálfsögðu af mývetnskum toga. Tónlistarfólk af svæðinu skemmti gestum (Stefán Jakobsson og Fanney Kristjándsóttir) og svo þvældist auðvitað jólasveinn úr Dimmuborgum innan um gestina.

Starfsfólk og stjórn Þekkingarnetsins mætti allt á svæðið og tók þátt.  Ekki er vafi á því að starfsemin í Mikley mun efla þjónustu Þekkingarnets Þingeyinga.

 

IMG_8270
Arnþrúður (Ditta) ávarpar gesti

IMG_8265

Helgi Héðinsson oddtivi Skútustaðahrepps

IMG_8291

Jólasveinn úr Dimmuborgum lét sig ekki vanta

 

Deila þessum póst