Öryggisnámskeið

Skyndihjálp  

Þekkingarnetið er í samstarfi við Rauða krossinn um námskeið

 

Brunavarnir og rýming

Markmið er að efla hæfni nemenda í að vinna að forvörnum í eldvörnum, að þeir verði meðvitaðir um þau atriði sem valda íkveikju, hindra flóttaleiðir, aðgang að slökkvibúnaði og valda óvirkni í viðvörunarbúnaði. Auka færni nemenda við að bregðast við eldboðum og hefja slökkvistarf þegar við á. Að þeir séu hæfir til að meta alvarleika stigmögnunar elds miðað við tíma og þróun eldsins. Ásamt því að þeir geti valið rétt slökkvitæki til fyrstu viðbragða við eldi til að auka möguleika á að ná árangri og takmarka skemmdir. Að nemendur verði hæfari í að taka á móti slökkvilið til að flýta fyrir árangri þess við slökkvistarf. Einnig að þeir geti metið hættustigi við ákvörðunartöku varðandi rýmingu svæða.

Auka færni nemenda í að bregðast við eldboðum og hefja slökkvistarf þegar við á.

Að þeir séu hæfir til að meta alvarleika stigmögnunar elds miðað við tíma og þróun eldsins.

Nemendur geti valið rétt slökkvitæki til fyrstu viðbragða við eldi til að auka möguleika á að ná árangri og takmarka skemmdir.

Nemendur verði hæfari í að taka á móti slökkviliði til að flýta fyrir árangri þess við slökkvistarf. Einnig að þeir geti metið hættustigi við ákvörðunartöku varðandi rýmingu svæða.

Námskeiðið er í formi fyrirlestrar og í kjölfarið er farið í verklega kennslu.

Kennarar: Frá slökkviliði

X