Próf og prófundirbúningur

IMG_7635Síðustu vikurnar hafa verið annasamar á Þekkingarneti Þingeyinga. Húsið hefur verið umtalsvert líflegra eftir að fyrstu „vorboðarnir“ lögðu leið sína á Þekkingarnetið í lok apríl þegar að lokaprófin hófust.  Ungir og efnilegir nemendur frá mismunandi skólum, bæði innlendum og erlendum, hafa komið hingað til að þreyta próf enn núþegar hafa rúmlega 100 próf verið tekin á starfssvæðinu og enn eru próf í gangi.

Nýr hópur „vorboða“ hefur hreiðrað um sig í lesstofunni á Húsavík en það eru nýútskrifaðir stúdentar sem stefna á að þreyta svokallað A-próf sem veitir þeim inngöngu í læknadeild Háskóla Íslands á komandi hausti. Í vetur voru gerðar breytingar á inntökuskilyrðum í Háskóla Íslands og nú er öllum deildum skólans frjálst að setja  A-próf til að taka inn nemendur. Hagfræðideild, lagadeild og læknadeild hafa þegar innleitt þessa breytingu og gert er ráð fyrir að fleiri deildir háskólans taki upp þessi inntökupróf. Prófin eru haldin í mars, maí og júní og mega nemendur taka þau oftar en einu sinni. Skynsamlegt getur því verið að taka prófið fyrst í mars og hafa þá tækifæri til að taka það aftur í maí/júní.

Deila þessum póst